SÓKN ER BESTA VÖRNIN...


Sókn lögmannsstofa var stofnuð haustið 2010 af þremur lögmönnum Regula lögmannsstofu á Egilsstöðum. Innheimtur Regula lögmannsstofu eru nú einnig reknar undir merkjum Sóknar lögmannsstofu.

Hjá Sókn lögmannsstofu  er að finna breiða þekkingu á ýmsum sviðum lögmennskunnar. Þrír lögmenn starfa á stofunni:

  • Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður,
  • Eva Dís Pálmadóttir hæstaréttarlögmaður og
  • Jón Jónsson hæstaréttarlögmaður.

Öll hafa þau víðtæka reynslu af ýmsum sviðum lögfræðinnar. Helstu starfssvið þeirra eru eignarréttar- og fasteignamál, innheimtur, bótamál, sifjamál, vinnuréttur, sveitarstjórnarréttur, mál er varða viðskipti við fjármálafyrirtæki og félagaréttarmál. Auk þess taka þau að sér hvers kyns búskipti, auk verjenda- og réttargæslustarfa í opinberum málum.

Framkvæmdastjóri Sóknar lögmannsstofu er Eva Dís Pálmadóttir hæstaréttarlögmaður.