Sókn lögmannsstofa veitir alhliða innheimtuþjónustu vanskilakrafna. Lögð er mikil áhersla á skilvirka innheimtu og að innheimtufé sé skilað jafnskjótt og mögulegt er í samráði við kröfuhafa. Innheimtuferli er ávallt aðlagað að þörfum hvers og eins kröfuhafa og virðing við greiðendur höfð að leiðarljósi. Kjörorð innheimtudeildarinnar er Góðar heimtur.

Sókn lögmannsstofa vinnur að innheimtu fyrir sveitarfélög, stéttarfélög, lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki, tryggingafélög og fyrirtæki á flestum sviðum atvinnulífsins. Auk þess annast félagið innheimtur fyrir einstaklinga. Innheimtustjóri er Aðalbjörg Hermannsdóttir (adalbjorg@sokn.is). Framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar og innheimtudeildarinnar er Eva Dís Pálmadóttir hrl. (eva@sokn.is). Báðir þessir starfsmenn eru tilbúnir til að svara fyrirspurnum um innheimtuþjónustu Sóknar lögmannsstofu í gegnum tölvupóst, símanúmerið 580 7900 eða faxnúmerið 580 7901.

Vanskilakröfur er hægt að greiða inn á fjárvörslureikning Sóknar lögmannsstofu:

Reikningsnúmer:1147-26-700910, kt. 700910-0240.IBAN: IS19 1147 2600 7009 7009 1002 40 SWIFT: BYRSISRE

Vinsamlegast látið málsnúmer eða kennitölur fylgja innleggjum.