Sókn lögmannsstofa var stofnuð haustið 2010 af þremur lögmönnum, Hilmari Gunnlaugssyni, Jón Jónsson og Evu Dís Pálmadóttir. Áður höfðu þau starfað saman á Regula lögmannsstofu frá áramótum 2003/2004. Öll hafa þau leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands og í kringum 20 ára starfsreynslu sem lögmenn.
Hjá Sókn lögmannsstofu er að finna breiða þekkingu á ýmsum sviðum lögfræðinnar, sbr. nánari umfjöllun um einstök starfssvið. Lögmenn stofunnar leggja metnað sinn í að veita persónulega og góða þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptamanna eru ávallt í fyrirrúmi.
Meðal viðskiptamanna stofunnar eru einstaklingar, fyrirtæki að öllum stærðargráðum, sveitarfélög, stéttarfélög, félagasamtök og opinberir aðilar.
Sókn lögmannsstofa er staðsett á Austurlandi en stór hluti verkefna lögmanna stofunnar er fyrir viðskiptamenn af öllu landinu. Lögmenn stofunnar ferðast því talsvert, auk þess að sinna verkefnum í fjarvinnu.
Framkvæmdastjóri Sóknar lögmannsstofu er Eva Dís Pálmadóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..